top of page

Gott að hafa í huga þegar þú kaupir fasteign

gott að hafa í huga3.jpg
Hvernig eign ert þú að leita að?
Gott er að skrifa niður og ákveða nokkur atriði áður en þú leitar að eign.
 
Staðsetning
Vilt þú vera nálægt vinnu eða skóla?
Ert þú bíllaus?
Er hverfið fjölskylduvænt og stutt í leikvöll eða matvöru verslun?
Verðbil
Á hvaða verðbili ert þú að leita?
Hver er afborgun af láni á mánuði og hver er þín greiðslugeta?
Stærð
Hvað munu margir búa í eigninni?
Hvað vilt þú mörg herbergi?
Tegund
Einbýlishús - Fjölbýli - Parhús
Sérstök atriði
Þarf að vera aðgengi fyrir fatlaða?
Sér inngangur - Svalir - Útsýni - Garður
Það getur tekið tíma að finna fullkomið heimili fyrir þig. Mikilvægt er að fylgjast vel með markaðnum og fá tilfinningu fyrir verði. Þú getur skráð þig á mbl.is/vísir.is og fengið tölvupóst þegar svipaðar eignir og þú ert að leita að fara á sölu. 
NÚ HEFUR ÞÚ FUNDIÐ EIGN SEM ÞÉR LÍST VEL Á
Hér eru nokkrir punktar sem er gott að hafa í huga þegar þú skoðar eign.
Það er alltaf best að skoða eign í góðri birtu 
Gott er að fá vin eða ættingja með þér að skoða.
Leki eða sprungur
Er sjáanlegur leki eða sprungur í lofti eða á veggjum?
gott er að spyrja fasteignasala eða eiganda hvort það sé.
Ástand
Er mikið af húsgögnum, myndum eða skápum sem gætu falið sprungur eða galla?
Kíktu í hvern krók og kima, bak við húsgögn og inn í skápa.
Lagnir
Skrúfaðu frá vöskum og sturtu.
Rennur heitt og kalt vatn vel og er ekki lengi að hitna?
Er vatnið nokkuð brúnleitt (orsakast af ryði)
Gólfefni
Er gólfefni vel farið? Þarf að skipta?
Spurðu fasteignasalann eða eigandann ef þú þekkir það ekki.
Net og sími
Er gott síma samband í öllum herbergjum?
Eru tengi fyrir neti og rafmagni þar sem þú sérð fyrir þér 
að vera með tölvu eða sjónvarp?
Fjölbýli
Er sameiginlegt þvottahús?
Ef svo er, hverjar eru reglurnar sem þar gilda?
Rusl
Eru ruslarennur eða þarf að fara með ruslið í tunnu bak við hús?
Hússjóður
Hver er hússjóðurinn?
Eru áætlaðar viðgerðir eða framkvæmdir?
Sameign
Skiptast eigendur á að þrífa stigagang?
Taktu þinn tíma.
Farðu vel yfir eignina og spyrðu út í allt sem þér dettur í hug! Það er stórt skref að gera tilboð í eign og munar miklu að vera öruggur um það að þú sért að velja rétt.
Ekki hafa neinar áhyggjur ef fasteignasalinn eða eigandinn eru ekki með svör við öllum spurningum þegar þú ert að skoða eignina, það getur tekið tíma að fá öll svörin en hann lætur þig vita þegar hann er kominn með þau.
 
Gangi þér vel með leitina.
Heyrðu endilega í okkur eða sendu okkur skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar.
bottom of page