Litli-kambur , 356 Snæfellsbær
1 Kr.
Lóð/ Jörð
4 herb.
65535 m2
1
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1956
Brunabótamat
110.064.000
Fasteignamat
28.330.000

450 fasteignasala s-450-000 kynnir í einkasölu jörðina Litla-Kamb, Breiðuvík Snæfellsnesi. Þarna eru óendalegir möguleikar á ferðaþjónustu á einu vinsælasta ferðamannasvæði á Íslandi.

ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐI Í EIGNINA. UPPLÝSINGAR UM EIGNINA VEITIR BÁRÐUR H TRYGGVASON SÖLUSTJÓRI Í 896-5221.

Litli-Kambur í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Um er að ræða lögbýli á fallegum stað í Breiðuvík í Snæfellsbæ, staðsett rétt á milli Búða og Arnarstapa. Glæsilegt útsýni er til allra átta, á Snæfellsjökul, út Breiðafjörðinn og víðar. Jörðin er talin vera um 190 hektarar að stærð, þar af um 80 hektarar neðan við þjóðveg. Ræktuð tún 16.2 hektarar. Fasteignir þær sem á jörðinni eru í dag skv. Fasteignamati ríkisins eru einbýlishús skr
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í innviðum ferðaþjónustunnar á þessu svæði undanfarin ár. Enda er stutt í margar af helstu náttuperlum Snællness á borð við Arnarstapa, ströndina við Hellna, Snæfellsjökul og margt fleira.

Nánari lýsing:

 
Jörðin er talin vera um 190 hektarar að stærð, þar af um 80 hektarar neðan við þjóðveg. Ræktuð tún 16.2 hektarar.
Fasteignir þær sem á jörðinni eru í dag skv. Fasteignamati ríkisins eru einbýlishús skr. 131.8 fm. Hefur húsið verið að mestu allt endurnýjað að innan, eldhús með vandaðri innréttingu, 3 góð svefnherbergi og rúmgóð stofa. Glæsilegt flísalagt baðherbergi. Búið er að skipta um alla glugga í húsinu sem og gler. Rafmagn og pípulagnir yfirfarnar. Nýbúið er að skipta um ofna í húsinu og setja nýtt harðparket á allt húsið. Ný rotþró.
Glæsilegur veitingasalur 198,2 fm að stærð. með öllu tilheyrandi, nýju eldhúsi. 6 baðherbergjum flísalögðum, starfsmannaaðstöðu og geymslu. Mikilli lofthæð.
Tækjageymsla sem er 254.9 fm að stærð, er búið að setja á hana nýja 6 metra breiða hurð. Skilast hún með steyptu gólfi, frágengnu. Þak er með nýju bárujárni á. Þak verður einangrað og frágengið. Búið er að skipta um þak á bæði veitingasalnum og tækjasalnum. Hesthús sem er 72 fm og geymsla sem er 70,5 fm og þarfnast standsetningar, gefa samt möguleika að gera þar 8 herbergja gistihús me glæsilegu útsýni á Jökulinn og út á Breiðafjörðinn.
Staðsetning Litla-Kambs er á einu fjölmennasta ferðamannasvæði þeirra útlendinga sem að landið heimsækja. Aðeins er tveggja klukkustunda akstur frá Reykjavík. Nálægðin við Jökulinn einstök.

Hús það er hýsir veitingasal verður frágengið að utan. Tækjageymsla sem um er getið hér að ofan verður frágengin að utan með útihurðum. Steyptu gólfi að innan sem og loft frágengin og einangruð. Það er ekki rétt mynd af þessu á þeim myndum sem sjást.

Um 20 mínútna akstur er í næsta þéttbýliskjarna á Hellisandi/Ólafsvík en þar er verslun, matssölustaðir, sundlaug og öll þjónusta.

Jörðin er á eftisóttum stað og liggur nálægt þjóðgarði sem margir sækja, enda svæðið rómað fyrir náttúrufegurð og aðdráttarafl, sem að sumra áliti er í formi dulinna krafta. Fjarlægð frá aðalþéttbýlissvæði landsins er ekki mikil og er þjóðvegur með bundnu slitlagi alla leið og jörðin þannig samgöngulega vel sett. Jörðin hefur upp á margt það að bjóða sem eftirsóknarvert getur talist fyrir frístundabúskap hvers konar og eða ferðaþjónustu. Áhugaverð jörð.

Nánari upplýsingar:
Bárður H Tryggvason   Sími: 896-5221    bardur@450.is
Erlendur Davíðsson, Löggiltur fasteignasali

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.