Skólastígur 3, 301 Akranes
Tilboð
Atvinnuhús/ Hótel / Gistiheimili
16 herb.
1672 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1964
Brunabótamat
395.400.000
Fasteignamat
64.100.000

450 fasteignasala  kynnir : 

TÆKIFÆRI UNDIR HÓTEL OG/EÐA GISTIHEIMILI Í VAXANDI FERÐAÞJÓNUSTU Á VESTURLANDI.
EINS ER TÆKIFÆRI FYRIR STARFSMANNALEIGUR, VERKTAKA TIL AÐ HÝSA STARFSFÓLK.

Um er að ræða 1.672,1m2 húsnæði sem er skráð samkv. þjóðskrá íslands skólahúsnæði við ánna Leirá í Hvalfjarðarsveit en unnið er að breytingum á skráningu.

Húsnæðið er einkar vel staðsett með tilliti til fjarlægðar frá Þéttbýlisstöðunum Reykjavík, Akranes og Borgarbyggð. Eignin er nokkuð miðsvæðis frá Akranesi og Borgarbyggð eða u.m.þ.b. 20 km fjarlægð. Fjarlægðin frá Reykjavík er u.þ.b. 50 km. Eignin er í einkar blómlegri sveit og fallegu umhverfi, stutt er í útivistarperlur og skemmtilegar gönguleiðir og reiðleiðir eru í grennd við húsið. Stutt er í golfvelli (Akranes, Þórisstaðir, Borganes). Mörg sumarhúsasvæði eru í næsta nágrenni.


Nánari lýsing úr fasteignaskrá, þá er heildarflatarmál hins selda 1.672,1 fm.
Skólahúsið er 1500,9 fm byggt úr steinsteypu árið 1964  auk tveggja íbúða 77,2 fm og 94,0 fm alls 1672,1 fm. Húsið er kjallari og 3 hæðir. Möguleiki að setja lyftu í húsið, lyftuop er til staðar. Húsið var klætt að utan að hluta til árið 1964. Í kjallara eru geymslu, kennslustofa, verkstæði, bókasafn skólans og tölvurými. Dúkur er á gólfum bókasafns og tölvurýmis. Kælir og frystir eru í kjallara. Á fyrstu hæðinni er eldhús og borðsalur, búr er innaf eldhúsi og kælir, dúkur á gólfi. Tvö kennaraherbergi með dúk, snyrtingar. Í vestur enda eru tvær skrifstofur með dúk.
Unglingadeildarálman, sem tengist skólahúsinu, er á einni hæð. Hún tengist aðalhúsinu með flíslögðu holi. Þar eru stór snyrtiherbergi og ræstiherbergi. Þrjár stórar kennslustofur, þar sem tveimur er skipt með harmonikkuhurð. Þriðja stofan tengist leiksviði. Linoleumdúkur á gólfi. Á 2. hæð eru fimm kennslustofur með dúk, vinnuherbergi með sér snyrtingu. Önnur snyrting á hæð. Dúkur á gólfum. Á 3ju hæð eru þrjú kennslurými með dúk, snyrting.  Tvær íbúðir eru í eigninni 01 0202 er 77,2 fm er 2ja til 3ja herbergja íbúð. Íbúð 01 0302 er 94,0 fm og er 3ja til 4ra herbergja og er endurnýjuð að mestu. Eignin þarfnast endurbót. Eignin er á 3 hektara eignarlandi.  
Eignin hefur verið notuð undanfarin ár sem alþjóðleg þróunar-, vísinda-, menntunar og menningarmiðstöð fyrir þá sem hafa áhuga á tölvutækni og tölvuleikjum. Á svæðinu er nýr skóli og sundlaug. 

Allar nánari upplýsingar um eignina veita :
Páll Heiðar Pálsson S: 775-4000, 450-0000 palli@450.is Löggiltur fasteignasali

www.pallpalsson.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 450 fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.