Lög sem gilda um kaupendur

Upplýsingar fyrir kaupendur - lög sem gilda um kaupendur í fasteignaviðskiptum

Smelltu hér til að prenta skjalið

Smelltu hér til að skoða Lög um fasteignakaup 

 

Áður en þu gerir tilboð

 

 6. gr. Neytendakaup. 

 Með neytendakaupum er í lögum þessum átt við kaup á fasteign af seljanda, þegar salan er liður í atvinnustarfsemi hans.

Hafðu samband við fasteignasala sem þú treystir, ef þú ert að kaupa nýja fasteign. Þar eru gerðar meiri kröfur til seljanda.

 

 7. gr. Form samninga. 
Samningur um kaup á fasteign er bindandi þegar skriflegt tilboð hefur verið samþykkt
Kauptilboð er bindandi samningur. Ekki hægt að daga það til baka eða hætta við nema með nokkrum undantekningum.
Almennt er tilboð bindandi þar til það:
- rennur ut
- er hafnað
- er samþykkt
Það getur verið samþykkt með fyrirvara en við förum i það siðar.
Alls ekki gera tilboð í fasteign ef þú tilboð sem þú hefur gert i aðra fasteign er ennþá í gildi.
Hafðu samband við fasteignasala sem þú treystir ef þu þarf að draga tilboð til baka.

 

22. gr. Fylgifé fasteignar.
Það er skýrt tekið fram í lögunum hvað skal fylgja fasteign.

24. gr. Sérstakt fylgifé íbúðarhúsnæðis o.fl.
varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni.
-lagnir 
-rafmagn
-leiðslur
-loftnet
-föst gólfefni
-bað- og eldhúsinnréttingar
-tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta. 

Gallar fasteigna
 
  18. gr. Um galla á fasteign. 
...Notuð fasteign telst þó ekki gölluð, nema ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi.  
Galli þarf að rýra vermæti fasteignar um rúmlega  10% til þess að að geti talist galli.
 
29. gr. Skoðun og önnur rannsókn á fasteign. 
 Kaupandi getur ekki borið fyrir sig galla á fasteign sem hann þekkti til eða átti að þekkja til þegar kaupsamningurinn var gerður. 
 Hafi kaupandi skoðað fasteign, áður en kaup gerðust, eða án nægjanlegrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að skoða hana, þótt seljandi skoraði á hann um það, getur hann ekki borið fyrir sig galla sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun. 
 
Það er mjög mikilvægt að þú skoðir eignina vel!
Ef það eru sjáanlegar skemmdir við skoðun, ummerki um leka, raka, myglu eða annað, þá er nánast ómögulegt fyrir þig að bera það fyrir þér síðar sem galla, þó að þú hafir ekki tekið eftir því.
Prentaðu út og taktu með þér  “Skoðun fasteigna” þegar þú skoðar fasteign. Þú finnur skjalið á 450.is
 
Þetta er einungis stutt samantekt úr lögunum.
Við mælum eindregið með því að þú lesir lögin vel, þau eru tiltölulega einföld og skýr.

Lög um fasteignakaup nr. 40/2002
<< Til baka